ÍR-ingar Íslandsmeistarar

Penni

< 1

min lestur

Deila

ÍR-ingar Íslandsmeistarar

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára á Akureyri. Það voru ÍR-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu 790 stig. Í öðru sæti var lið HSK/Selfoss með 770,5 stig og í því þriðja var UFA með 434 stig.

Tvö mótsmet voru sett á mótinu. Bryndís Embla Einarsdóttir (HSK/Selfoss) setti mótmset í spjótkasti stúlkna 13 ára er hún kastaði 39,50 metra. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (HSK/Selfoss) setti mótsmet í kúluvarpi pilta 14 ára og varpaði kúlunni 13,28 metra. Hjálmar varð einnig sexfaldur Íslandsmeistari. Hann sigraði í 300 metra hlaupi, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti.

Helga Fjóla Erlendsdóttir (HSK/Selfoss) og Júlía Mekkín Guðjónsdóttir urðu báðar fimmfaldir Íslandsmeistarar. Helga keppir í flokki 13 ára stúlkna og sigraði í 80 og 300 metra grindahlaupi, hástökki, langstökki og þrístökki. Júlía keppir í flokki 14 ára stúlkna og sigraði í 80 metra hlaupi, 80 og 300 metra grindahlaupi, langstökki og þrístökki.

Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

ÍR-ingar Íslandsmeistarar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit