ÍR-ingar bikarmeistarar

51. Bikarkeppni FRÍ var haldin í blíðskaparveðri í Kaplakrika á laugardaginn.

Mjög góður árangur náðist á mótinu í hinum ýmsu greinum.

ÍR hlaut flest stig í heildarstigakeppninni og er liðið því Bikar­meist­ari í frjáls­um íþrótt­um 2017 eft­ir æsispenn­andi keppni við FH. ÍR-ingar fengu samtals 81 stig í heild­arstiga­keppn­inni, aðeins einu stigi meira en FH sem hafnaði í öðru sæti. Breiðablik hafnaði í þriðja sæti með 53 stig.

ÍR sigraði karlakeppnina með 44 stig en karlalið FH hlaut 42 stig.

FH sigraði kvennakeppnina með 38 stig en kvennalið ÍR hlaut 37 stig.

ÍR fékk alls sjö gull­verðlaun á mót­inu, fimm silf­ur­verðlaun og fimm brons. FH fékk átta gull­verðlaun, sex silf­ur­verðlaun og ein bronsverðlaun.

Sam­einað lið Fjöln­is og Aft­ur­eld­ing­ar (Fjölelding) hafnaði í fjórða sæti með 44 stig, HSK hafnaði í fimmta sæti með 35 stig og Ármann í sjötta sæti með 30 stig.

Hér má sjá öll nánari úrslit frá mótinu.

Hér má sjá myndbönd sem Frjálsíþróttavefurinn Silfrið tók á mótinu.

Hér á Flickr síðu Frjálsíþróttasambands Íslands má sjá myndir frá mótinu.