Það var lið ÍR sem enduðu á toppnum í bikarkeppni 15 ára og yngri. Liðið hlaut 129,5 stig og var það lið UFA/Samherjar sem varð í öðru sæti með 116 stig. Það var svo lið Breiðabliks sem varð í þvi þriðja með 109 stig.
Lið ÍR sigraði í stúlknakeppninni með 83,5 stig og lið Breiðablik sigraði í piltakeppninni með 64 stig.
Það féllu þrjú mótsmet á mótinu:
- Arnar Logi Henningsson I Ármann I 300m hlaup I 38,54 sek.
- Bryndís María Jónsdóttir I ÍR I 300m hlaup I 42,91 sek.
- Samúel Örn Sigurvinsson I Breiðablik I 60m hlaup I 7,46 sek.
Úrslit frá mótinu má finna hér.

