ÍR- ingar Íslandsmeistarar í flokki 15-22 ára

Hörku keppni var á mótinu í dag og mátti sjá mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki, sem mun vafalaust láta til sín taka um næstu helgi, þegar MÍ aðalhluti hefst.
 
Í einstaklingsgreinum voru margir öflugir keppendur mættir til leiks. Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki gerði sér lítið fyrir og sigraði í sex keppnisgreinum á mótinu, 60m hlaupi 8,06sek. 200m hlaupi 26,18sek. 800m hlaupi 2:19,19min. 60m grindarhlaupi 9,32sek. Langstökk 5,57m. Kúluvarp 10,22m. Bjarki Gíslason frá UFA vann þrefalt þegar hann sigraði í stangarstökki 4,50m, þrístökki 13,56m og 60m grindarhlaupi 8,73sek. Fleiri keppendur unnu þrefalt á mótinu, en Dóróthea Jóhannesdóttir úr ÍR sigraði í 200m hlaupi 25,78sek, hástökki 1,62sm og langstökki 5,20m Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann sigur í Kúluvarpi 13,36m. Langstökki 5,34m og í 800m hlaupi 2:13,81min
 
Nánari upplýsingar um stigakeppnina og önnur úrslit má finna í mótaforriti FRÍ  
 
 

FRÍ Author