ingi Rúnar í 3. sæti eftir fyrri dag

Ingi Rúnar Kristinsson er í harðastri titilbaráttunni, hann keppir í U18 flokki (17 ára og yngri). Eftir fyrri dag er hann í 3.sæti með 3450 stig en Juuso Hassi frá Finnlandi leiðir með 3560 stig, 110 stig þar á milli. Helsti keppinautur Inga síðan í fyrra, Filip Hjort, hefur 43 stigum meira en Ingi í 2.sæti. Ingi sigriði í kringlukasti með 45,88 metra kasti og bætti sig í 110m grindahlaupi 15.04 sek og í spjótkasti, 47.92m (700gr)
 
Stefanía Valdimarsdóttir er í 4.sæti í U18 með 2894 stig og Arna Stefanía Guðmundsdóttirí 7.sæti með 2819 stig. Jessica Bloodworth frá Svíþjóð leiðir með 3052 stig. Jöfn keppni í gangi þar og munar aðeins 158 stigum á Stefaníu og Jessicu. Arna Stefanía sigraði 200m á 25.78 með persónulega bætingu og bætti sig einnig í hástökki þegar hún stökk 1.64m. Stefanía bætti sig í 200m á 26.20 sek og 100m grind á 14.96 sek.
 
Bjarki Gíslason er í 5.sæti með 3382 stig í M23 flokki. Douglas Stenberg frá Svíþjóð 3625 stig. Bjarki var við sitt besta í öllum greinum nema kúluvarpi og hljóp hann m.a. 400 metrana á 50.63
 
Sveinbjörg Zophoníasdóttir er í 6.sæti með 2844 stig. Josephine Rohr frá Svíþjóð leiðir með 3052 stig og síðan eru þær 6 fyrstu í hnapp á eftir henni.
 
 
Úrslit eru hér.

FRÍ Author