Icepharma er nýr aðalstyrktaraðili Frjálsíþróttasambands Íslands

Icepharma er einn af aðalstyrktaraðilum Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ). Samningurinn var undirritaður á Uppskeruhátíð FRÍ sem fram fór föstudaginn 1. desember sl.

Samningurinn við Icepharma, sem er umboðsaðili Nike á Íslandi, mun koma sambandinu að gríðarlega góðum notum og gera Frjálsíþróttasambandinu kleift að fá keppnisbúninga og fatnað frá Nike handa íþróttamönnunum okkar til keppni.

Icepharma er stoltur stuðningsaðili FRÍ. ,,Það verður áhugavert að fylgjast með þessum flottu íþróttamönnum í komandi verkefnum. Icepharma hlakkar til að vinna með FRÍ á næstu árum þar sem báðir aðilar munu njóta góðs af samstarfinu“, segir Sandra Sif Magnúsdóttir, markaðsstjóri Icepharma.

Á myndinni má sjá Frey Ólafsson, formann Frjálsíþróttasambands Íslands og Söndru Sif Magnúsdóttur, markaðsstjóra Icepharma.