IAAF CECS level 1 þjálfaranámskeið

Dagana 5. – 10. september næstkomandi hefur FRÍ fengið þau Vladimír Hojka og Austra Skujyte til þess að stýra nýju kennaranámskeiði á vegum IAAF svo FRÍ geti haldið áfram að bjóða upp á námskeið fyrir þjálfara. Vladimír Hojka er frá Tékklandi og Austra Skujyte frá Litháen og eru þau bæði gamalreyndar kempur í þraut þó svo að Skujyte sé líklega þekktari. Austra Skujyte hefur tvisvar komist á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Hún fékk silfur árið 2004 og brons 2012. Þau hafa bæði hlotið þjálfun og leiðsögn hjá IAAF til þess að stýra námskeiðum fyrir hönd IAAF og hlökkum við mikið til að fá þau. Um 10-12 þátttakendur verða á námskeiðinu sem munu þá í kjölfarið geta stýrt og kennt á þjálfaranámskeiðum á fyrsta stigi þjálfaramenntunarkerfis IAAF og FRÍ (IAAF CECS Level 1). Enn er möguleiki að bæta 1-2 þátttakendum við námskeiðið.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu FRÍ.