HSK Selfoss stigahæst á MÍ 11-14 ára – 520 bætingar

Í flokki 11 ára pilta sigraði FH með 90,50 stig en Breiðablik varð í 2. sæti með 85,33 stig. Í flokki 12 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með 74 stig en ÍR var í 2. sæti með 65,33 stig. Í flokki 13 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með afgerandi yfirburðum með 222 stig, en UFA varð í öðru sæti með 43 stig. Lið UFA sigraði síðan í flokki 14 ára pilta með 111 stig á móti HSK/Selfossi sem hlaut 81 stig.
 
Í stúlknaflokki, 11 ára fengu FH-ingar flest stig eða 103,5 á móti 60 stigum HSK/Selfoss, sem sigraði síðan í flokki 13 ára stúlkna með 116,75 stig en Breiðablik var þar í öðru sæti með 62 stig. Í flokki 14 ára stúlkna bar sveit ÍR sigur úr býtum með 145,5 stig á móti 76 stigum HSK/Selfoss.
 
Úrslit mótsins er hægt að sjá hér á nýju mótaforriti.
 
Myndir frá mótinu er hægt að sjá í myndasafni Hjartar Stefánssonar að neðan:
 

MI 11-14  dagur-1  myndir
MI 11-14  dagur-2  myndir
 

FRÍ Author