MÍ 11-14 ára. Glæsilegt mót

Þrjú Íslandsmet voru sett á mótinu. Birna Kristín Kristjánsdóttir (Ármanni) tvíbætti árangur sinn í 80m grindahlaupi með nýju Íslandameti í flokki 13 ára stúlkna (12,86 sek og 12,72 sek). Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármanni) setti Íslandsment í hástökki í flokki 12 ára pilta með stökki yfir 1,61m.
 
Úrslit mótsins má sjá hér, á mótaforritinu Þór.  Alls 277 persónulegar bætingar sett á mótinu – sjá hér
 
Í frjálsíþróttum eru ástundun og persónulegar framfarir hvers og eins á öllum getustigum eitt helsta markmið frjálsíþróttastarfsins. Tölurnar tala sínu máli – glæsilegt.
 
Umgjörð mótsins var öll til fyrirmyndar hjá heimamönnum og eiga forsvarsmenn þakkir skildar fyrir vel skipulagt og framkvæmt móta.
 

FRÍ Author