HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára

Penni

< 1

min lestur

Deila

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Kópavogsvellium helgina. Mikið var um persónulegar bætingar og ársbesta árangra eða um 220 talsins. Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði í stigakeppni félagsliða og sigruðu í þremur aldrusflokkum. Liðið hlaut samtals 459 stig, í öðru sæti var lið Breiðabliks með 286 stig og lið ÍR í því þriðja með 260,5 stig. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (HSK/Selfoss) hlaut flesta Íslandsmeistaratitla á mótinu eða átta talsins. Hann sigraði í 300m grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki, sleggjukasti , kringlukasti, kúluvarpi, spjótkasti og boðhlaupi í flokki 15 ára pitla. Þrautarkonan Júlía Kristín Jóhannesdóttir átti einnig frábært mót, varð fjórfaldur Íslandsmeistari í flokki 18-19 ára flokki. Hún sigraði í 100m, langstökki, kúluvarpi og 100m grindahlaupi þar sem hún hljóp á glæsilegum tíma 14,36 sek. (-0,6). Emba Margrét Hreimsdóttir átti einnig glæsilegt mót og varð fjórfaldur Íslandsmeistari. Hún sigraði í 400m, 800m,1500m og 3000m hlaupi í flokki 18-19 ára stúlkna.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

HSK/Selfoss Íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit