Í dag lauk keppni á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fór fram á Selfossvelli. Það var lið HSK-Selfoss sem sigruðu í stigakeppni félagsliða af miklu öryggi og hlutu þau 924 stig. Í öðru sæti var lið FH með 582,5 stig og unnu FH-ingar til flestra gullverðlauna á mótinu eða átján talsins. Lið Breiðabliks var í því þriðja með 569,5 stig. Freyja Nótt Andradóttir stórbætti þrettán ára gamalt aldursflokkamet í 80m hlaupi í flokki 13 og 14 ára flokki er hún kom í mark á tímanum 10,25 sek. en fyrra metið átti Elma Lára Auðunsdóttir og var það 10,40 sek.
Það féllu átján mótsmet um helgina:
- Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson | FH | Piltar 11 ára | Hástökk 1,37m
- Guðni Bent Helgason | UMSS | Piltar 11 ára | Hástökk 1,37m
- Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson | FH | Piltar 11 ára | 400m 67,24 sek.
- Dagur Pálmi Ingólfsson | FH | Piltar 13 ára | Hástökk 1,61m
- Dagur Pálmi Ingólfsson | FH | Piltar 13 ára | 300m 41,15 sek
- Patrekur Ómar Haraldsson | Breiðablik | Piltar 14 ára | 2000m 6:54,37 mín
- Samúel Örn Sigurvinnsson | Breiðablik | Piltar 14 ára | 300m 40,98 sek
- Sverrir Þór Hákonarson | ÍR | Piltar 13 ára | kringlukast 19,82m
- Tobías Þórarinn Matharel | UFA | Piltar 14 ára | 80m 10,13 sek
- Tobías Þórarinn Matharel | UFA | Piltar 14 ára | þrístökk 12,13m
- Anna Metta Óskarsdóttir | HSK/Selfoss | Stúlkur 13 ára | Þrístökk 10,59m
- Bryndís Embla Einarsdóttir | HSK/Selfoss | Stúlkur 14 ára | Spjótkast 45,36m
- Bryndís Embla Einarsdóttir | HSK/Selfoss | Stúlkur 14 ára | Kringlukast 35,37
- Bryndís Halla Ólafsdóttir | HSK/Selfoss | Stúlkur 13 ára | 300m 46,62 sek.
- Bryndís María Jónsdóttir | ÍR | Stúlkur stúlkur 13 ára | 300m grind. 50,71 sek
- Bryndís María Jónsdóttir | ÍR | Stúlkur stúlkur 13 ára | 2000m 8:17,03 mín
- Eyrún Svala Gustavsdóttir | Breiðablik | Stúlkna 12 ára | 400m 66,89 sek
- Helga Fjóla Erlendsdóttir | HSK/Selfoss | Stúlkna 14 ára | Þrístökk 10,55m
Heildarúrlsit mótsins má finna hér.