Hópurinn fyrir Evrópukeppni landsliða klár

Landsliðið er skipað 30 íþróttamönnum og meðal þeirra eru allir fremstu frjálsíþróttamenn landsins.  Liðið er því gríðarlega sterkt að þessu sinni og eru raunhæfir möguleikar á því að liðið komist upp í 2. deild keppninnar.  Eftir að Evrópukeppnin varð að sameiginlegri karla og kvennakeppni hefur landsliði Íslands aldrei tekist að komast upp um deild.  Markmiðið er sett á að brjóta blað í íslenskri frjálsíþróttasögu og komast í 2. deild.  
 

FRÍ Author