HM Öldunga Lyon : Glæsilega þátttaka Íslands og Guðmundur Karlsson með bronsverðlaun.

Halldór Matthíasson keppti í tugþraut í flokki 65 ára og varð í 5. sæti af 21 keppenda með 5808 stig. Glæsilegt hjá Halldóri sem á yngri árum var um árabil fremsti skíðagöngumaður landsins. Árangur hans var eftirfarandi: 100 m hlaup 15,22 s, langstökk 4,22 m, kúluvarp 9,96 m, hástökk 1,20 m, 100m grindahlaup 21,80 s, kringlukast 35,79 s en hann varð í 3. sæti í greininni, stangarstökk 2,90 m og 2. sæti, spjótkast 33,10 m og 3. sæti og 1500m hljóp hann á 7:05.67 sek. Árangur hans í 400m vantar.
 
Jón Sigurður Ólafsson keppti í tugþraut í flokki 60 ára og varð í 9. sæti af 32 keppenda með 5908 stig. Glæsilegt hjá Jóni Sigurði í sinni fyrstu tugþraut á stórmóti. Árangur hans var eftirfarandi: 100 m hlaup 13,50 s (og 2. Sætið), langstökk 4,54 m, kúluvarp 9,56 m, hástökk 1,44 m, 400m hlaup 66,09 s, 100m grindahlaup 20,40 s, kringlukast 32,26 s, stangarstökk 3,10 m og 3. sæti, spjótkast 31,20 m og 1500m hljóp hann á 7:38.63 sek.
 
Hafsteinn Óskarsson sem keppir í flokk 55 ára hljóp 800m undanrásir á 2:15,10 sek, hann var með 11. besta tímann af 51 keppanda í undanrásunum en besti tíminn var 2:14,87 mín og því hefur keppnin verði mjög hörð. Ljóst að Hafsteinn er í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Í undanúrslitahlaupinu þar sem 24 keppendur tóku þátt hljóp Hafsteinn á 2:14,19 mín og varð 15. sæti. Glæsilegur árangur hjá Hafsteini en þess má geta að hitinn er yfir 40°C og vindurinn 7 m/s.
 
Jón Bjarni Bragason keppti í kringlukasti í flokki 40 ára, kastaði 44,51 m og komst í úrslit sem fara fram síðar í dag. Glæsiulegt hjá Jóni Bjarna. Áður hafði hann keppt í sleggjukasti, kastaði 45.05m og var nálægt því að komast í úrslit.
 

FRÍ Author