HM öldunga – Kristján og Halldór í 4. og 5.sæti í stangarstökki

Kristján Gissurason keppti í stangarstökki í flokki 50-54 ára og varð Kristján í 4. sæti, stökk 3.80 metra, en hann varð að hætta keppni vegna meiðsla í kálfa eftir að hafa stokkið yfir þá hæð og gat ekki reynt við 4 metra, en þeir sem voru í efstu þremur sætunum stukku allir 4.00 metra.
 
Halldór Matthíasson keppti einnig í stangarstökki í flokki 55-59 ára og varð Halldór í 5.sæti, stökk 3.10 metra.
Halldór keppti einnig í fimmtarþraut á mótinu og varð hann í 9.sæti í þeirri grein, hann hljóp 60m grindahaup á 12.45 sek., stökk 4.48m í langstökki, varpaði kúlu 9.45m, stökk 1.42m í hástökki og hljóp 1000m á 3:53,13 mín.
Halldór hlaut samtals 2.840 stig í þrautinni.

FRÍ Author