HM inni Portland Oregon. Aníta komi í úrslit á HM inni í USA – glæsilegt íþróttaafrek

 Aníta Hinriksdóttir koma þriðja í mark í í fyrsta riðli á HM í frjálsíþróttum í Portland Oregon á tímanum 2:01,97 mín. sem er nálægt hennar besta. Riðill Anítu reyndist hraðasti riðill mótsins og tími Anítu betri en allra í riðli tvö og þrjú þannig að Aníta komst áfram og hleypur til úrslita á morgun sunnudag kl. 20:30 á íslenskum tíma. Af þeim 17 keppendum sem hófu keppni í dag komust 6 áfram og Aníta hleypur í úrslitum á heimsmeistaramótinu á morgun. Glæsilegur árangur hjá Anítu sem á meira inn og því spennan sem aldrei fyrr á morgun. 

FRÍ Author