HM innanhúss hafið í Valensíu – Bein útsending á ruv.is

Ríkisútvarpið sýnir beint frá keppninni á netinu, www.ruv.is og hófst útsendingin núna kl. 16:00 og verður hægt að fylgjast með fram á kvöld og aftur á morgun frá kl. 16:00. Á sunnudaginn verður síðan bein útsending í sjónvarpinu frá kl. 15:50 til 17:50. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsir frá mótinu, bæði á netinu í dag og á morgun og einnig beinu útsendingunni á sunnudaginn.
 
Nú stendur yfir keppni í stangarstökki kvenna, langstökki kvenna í fimmtarþraut og undanrásum í 60m hlaupi kvenna. Aðrar greinar í dag eru: 60m karla, undanriðlar í 800m, úrslit í kúluvarpi karla, þrístökk karla, undanriðlar í 400m karla og kvenna, 1500m hlaupi karla og keppninni lýkur með 800m hlaupi kvenna í fimmtarþraut og 60m hlaupi kvenna og karla um kl. 19:30.

FRÍ Author