HM í hálfu maraþoni fer fram á morgun

Þetta eru þau Helen Ólafsdóttir sem á best 1:22:57 klst, Martha Ernstdóttir, á best 1:11:40 klst og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sem hefur hlaupið vegalengdina hraðast á tímanum 1:22:56 klst.  Karlarnir sem keppa eru Kári Steinn Karlsson sem á best 1:05:35 klst, Ingvar Hjartarson sem hraðast hefur hlaupið á 1:12:42 klst og Arnar Pétursson sem á 1:10:25 klst í greininni.
 
Kári Steinn mun gera atlögu að Íslandsmeti sínu í greininni sem er 65:35 mín. Martha, sem einnig á Íslandsmetið í greininni 1:11:40 klst.,  brýtur blað í sögu hlaupsins því hún er bæði elsti keppandinn sem tekur þátt í hlaupinu í dag og svo er þetta í sjötta sinn sem hún tekur þátt í þessu hlaupi, en hún tók einnig þátt þegar HM í þessari grein fór fram í fyrsta sinn árið 1992.
 
Þetta hlaup markar ákveðin tímamót í sögu heimsmeistarakeppna í götuhlaupum því yfir 30 þúsund almenningshlauparar taka þátt í hlaupinu og er það í fyrsta sinn sem almenningur getur skráð sig til þátttöku í heimsmeistarakeppni. Sama verður í boði á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam 2016, en þá getur almenningur skráð sig til leiks í maraþonhlaupinu sem fer þar fram.
 
Þjálfarar íslenska liðsins eru þeir Gunnar Páll Jóakimsson og Sigurður P Sigmundsson sem jafnframt er fararstjóri.
 
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin fyrir utan hótel þeirra í Kaupmannahöfn.  Á myndinni eru (frá vinstri) Sigurður, Arnar, Kári Steinn, Ingvar, Arndís Ýr, Helen, Martha og Gunnar Páll.  
 
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt þetta verkefni: Síminn, Valhöll fasteignarsala og PricewaterhouseCoopers ehf.

FRÍ Author