HM 2015 Peking. Ashton og Brianne Eaton áhugasöm um að keppa á RIG í janúar

Heimsmethafinn í tugþraut Aston Eaton sýndi því mikinn áhuga í spjalli við formann FRÍ að koma til Íslands og taka þátt  á RIG í janúar næstkomandi ásamt eiginkonu sinni Brianne Threisen Eaton sem vann til silfurverðlauna í sjöþraut á HM fyrr í vikunni. Hjónin hafa áður hugsað til þess að heimsækja okkar mögnuðu eyju í Norður Atlantshafi sem glæsilegar sögur fara af að þeirra sögn  – landi og þjóð. Hjónin eru mjög áhugasöm um útbreiðslu frjálsíþrótta. Samkomulag var um að ræða nánar í október, þegar ársskipulag þeirra liggur fyrir, um mögulega þátttöku þeirra á RIG í janúar 2016. Aston tekur þátt í tugþrautarkeppninn á HM sem lýkur á laugardaginn. 

FRÍ Author