HM U20 og HM öldunga frestað

Heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri sem átti að fara fram í Keníu 7. – 12. júlí hefur verið frestað.

Þessi ákvörðun var tekin af World Athletics, ríkisstjórn Keníu og frjálsíþróttasambandi Keníu vegna útbreiðslu COVID-19 á heimssvísu. Ekki hafa verið gefnar út nýjar dagsetningar en verið er að vinna í því að finna nýjan tíma sem hentar öllum aðilum.

Hér má lesa tilkynningu frá World Athletics.

Einnig hefur HM öldunga sem átti að fara fram í Toronto, Kanada dagana 20. júlí til 1. ágúst verið frestað.