Keppni á HM Masters er hafin í Tampere, Finlandi. Keppni er frá 29.júní – 10 júlí. Keppendur á mótinu eru:
- Árny Heiðarsdóttir (Óðinn) W65 / 100m.
- Jóna Dóra Óskarsdóttir (FA) W50 / 800 m.
- Einar Kristjánsson (FH) M50 / Hástökk.
- Jón Bjarni Bragason (Breiðablik) M50 / sleggjukast, lóðkast, kringlukast og kastþraut.
- Helgi Hólm (Keflavík) M80 / Hástökk.
Jóna Dóra var fjórða í sínum riðli í undanúrslitum í 800m hlaupi á tímanum 2.48,30 mín. Hún varð svo í sjöunda sæti í úrslitahlaupinu á tímanum 2.44,35 mín.
Árný keppti í 100m hlaupi 16,37 sek. og varð í 9 sæti.
Jón Bjarni varð í sjöunda sæti í sleggjukasti með kast upp á 51,77 metra.
Restin keppir á næstu dögum og má sjá dagskrá hjá þeim hér að neðan:
- 2 / 7 lóðkast Jón Bjarni
- 3 / 7 hástökk Einar
- 5 / 7 hástökk Helgi Hólm
- 6 / 7 kringlukast Jón Bjarni
- 8 / 7 kastþraut Jón Bjarni
Hægt er að sjá tímaseðil, keppendalsita og úrslit hér.
