HM í utanvegahlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer laugardaginn 8. júní 2019 í Miranda do Corvo (Coimbra, Portúgal).  Áhugasömum hlaupurum er bent á valreglur FRÍ sem finna má á eftirfarandi slóð:  http://fri.is/leidbeiningar-og-vidmid-vardandi-val-a-landslidi-islands-i-vidavangshlaupum/

Umsóknum skal skila til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 7.janúar 2019.  Tilkynnt verður um valið eigi síðar en 15.janúar 2019.  Upplýsingar um hlaupið í Portúgal er að finna á eftirfarandi síðu http://trilhos.abutres.net/en