HM í utanvegahlaupum hefst í kvöld

Penni

< 1

min lestur

Deila

HM í utanvegahlaupum hefst í kvöld

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum hefst í kvöld, föstudagurinn 4. nóv og fer mótið fram í Chiang Mai í Tælandi. Allir sterkustu utanvegahlauparar heims taka þátt í mótinu.  Keppt verður í tveimur vegalengdum í fjalllendi Chiang Mai þ.e. 40 km (short trail) og 80 km (long trail) utanvegahlaupi með um það bil 2500 og 5000m hækkun. Íslendingar eiga tíu keppendur á mótinu og er landsliðið gífurlega sterkt þetta árið.

  • Andrea Kolbeinsdóttir – 40 km
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir – 40 km
  • Elísabet Margeirsdóttir – 80 km
  • Íris Anna Skúladóttir – 40 km
  • Rannveig Oddsdóttir – 80 km
  • Halldór Hermann Jónsson – 40 km
  • Sigurjón Ernir Sturluson – 80 km
  • Þorbergur Ingi Jónsson – 80 km
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson – 80 km
  • Þórólfur Ingi Þórsson – 40 km

Árangur undanfarinna ára sýnir að Ísland hefur á að skipa mjög öflugum hlaupurum sem geta veitt þeim allra bestu í heimi verðuga keppni. Andrea Kolbeinsdóttir er til að mynda í áttunda sæti á ranking-lista í 40 km hlaupinu.

80km hlauparar leggja af stað klukkan 23:30 á föstudagskvöld að íslenskum tíma. 

40km hlauparar leggja af stað klukkan 00:30 aðfaranótt laugardags að íslenskum tíma.

Það verður streymt frá keppninni og hefst það klukkan 23:00 í kvöld (föstudagurinn 4. nóvember). Hlekkur að streyminu má finna hér.

Úrslit í rauntíma má finna hér. 

Ljósmynd: Sigurður Pétur Jóhannsson

 

Penni

< 1

min lestur

Deila

HM í utanvegahlaupum hefst í kvöld

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit