HM í utanvegahlaupum 2023

Penni

< 1

min lestur

Deila

HM í utanvegahlaupum 2023

Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram 06-10. júní 2023 í Innsbruck/Stubai í Austurríki. Mótið er haldið í samstarfi við World Athletics, ITRA, WMRA og IAU. Af þeim sökum eru nokkur hlaup í boði en Frjálsíþróttasambandið hefur áhuga á að senda keppendur í bæði 45 km og 85 km utanvegahlaupin. Samanlögð hækkun í 45 km hlaupinu er í kringum 3100m og í 85 km hlaupinu í kringum 5500m.

Upplýsingar um mótið og hlaupaleiðir má finna hér.

Áhugasömum hlaupurum er bent á valreglur FRÍ sem finna má hér.


Hlauparar eru hvattir til að tilgreina í hvaða vegalengd þeir hyggjast keppa. Umsóknum skal skila til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 31.janúar 2023. Tilkynnt verður um valið eigi síðar en 15.febrúar 2023.

Penni

< 1

min lestur

Deila

HM í utanvegahlaupum 2023

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit