HM í utanvegahlaupum 2021

Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst senda landslið, karla og kvenna, til keppni á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fram fer laugardaginn 11-13. nóvember 2021 í Chiang Mai (Tælandi ).   Áhugasömum hlaupurum er bent á valreglur FRÍ sem finna má hér.

Umsóknum skal skila til Langhlaupanefndar FRÍ á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 30.janúar 2021.  Tilkynnt verður um valið eigi síðar en 15.febrúar 2021. 

Mótið í ár er fyrsta mótið í utanvegahlaupum sem haldið er í samstarfi World Athletics, ITRA, WMRA og IAU.  Að þeim sökum eru nokkur hlaup í boði en Frjálsíþróttasambandið hyggst senda lið til keppni í lengstu vegalengdinni í utanvegahlaupum þ.e. 75-85 KM með ca. 4800m hækkun.