Hlynur með silfur á NM í víðavangshlaupum

Hlynur Andrésson varð annar á Norðurlandamótinu í víðvangshlaupum sem fram fór í Finnlandi fyrr í dag en alls kepptu þrír Íslendingar á mótinu.

Hlynur hljóp 9 km og kom í mark á 27:09 mínútum, aðeins tveimur sekúndum á eftir David Nilsson frá Svíþjóð sem sigraði. Alls voru keppendur í karlaflokki 28 talsins.

Guðlaug Edda Hannesdóttir hljóp 7,5 km og varð hún í 12. sæti í kvennaflokki á tímanum 27:21 mínútu. Hlynur Ólason varð í 19. sæti í flokki ungkarla sem hlupu 6 km og kom hann í mark á 20:12 mínútum.

Hér má sjá heildarúrslit mótsins.