Hlynur Andrésson setur nýtt Íslandsmet í 10km hlaupi!

Hlynur Andrésson keppti í 10km hlaupi á Raleigh Relays i Raleigh, North Carolina, en hann keppir fyrir Eastern Michigan University. Kappinn gerði sér lítið fyrir og kom í mark á glæsilegu Íslandsmeti á tímanum 29:20,92 mín og varð í 7. sæti af 62 keppendum. Magnað hlaup hjá kappanum.

Fyrra metið átti Kári Steinn Karlsson – 29:28,05 mín – sett 5. apríl 2008 í Stanford CA og náði það því næstum því að verða 10 ára.

Þá má nefna að Hlynur er á 25. aldursári og á nú metin í 3km, 5km og 10km.

Til hamingju Hlynur!