Hlynur Andrésson setur Íslandsmet í frábæru 5000m hlaupi, 1. apríl.

Hlynur Andrésson ÍR keppti í 5000m hlaupi á Stanford Invitational í Kaliforníu laugardaginn 1. apríl. Hlaupið var frábærlega útfært hjá honum og lauk með gríðarlegum endaspretti þar sem þrír hlauparar börðust um sigurinn og komu í mark með 27/100sek millibili.
Hlynur bætti sinn besta tíma um heilar 10 sekúndur og setti um leið nýtt Íslandsmet þegar hann kom þriðji í mark af 23 keppendum á tímanum 14:00,83 mín. Fyrra met átti Kári Steinn Karlsson og var það 14:01.99 mín og sett 26 mars 2010.
Raunhæft er fyrir Hlyn að rjúfa 14 mínútna múrinn fyrstur íslendinga og ljóst að sá áfangi getur náðst þegar í næsta hlaupi.

Til hamingju Hlynur!