Hlynur Andrésson setur Íslandsmet í 3000m hindrun!

Hlynur Andrésson sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann setti rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi  á austur-úrtökumótinu fyrir NCAA meistaramót bandarískra háskóla. kappinn kom í mark á tímanum 8:44.11 mín.  Hlynur náði 4. sæti af 48 keppendum en alls fara 12 efstu áfram á lokamótið sem fram fer í Eugene Oregon í byrjun júní. Hlynur fylgdi því eftri frábærum árangri Hilmars Arnar Jónssonar sem tryggði sig einnig inná lokamótið sl. fimmtudag í sleggjukasti.

Fyrra metið átti Sveinn Margeirsson UMSS, 8:46,20 mín frá 2003, því er bætingin rúmar 2 sekúndur.

Hlynur á nú Íslandsmetin í 5000m,  100000m  og 3000m hindrun.

Magnað og innilega til hamingju Hlynur Andrésson!