Hlynur Andrésson með flotta bætingu í 5000m

Hlynur Andrésson ÍR, sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann í Bandaríkjunum hafnaði í 7. sæti á sterku innanhússmóti í Indiana í Bandaríkjunum sl. helgi. Hann hljóp á 14:11.10 mín sem er 3. besti tími sem Íslendingur hefur hlaupið á innanhúss en Hlynur á sjálfur Íslandsmetið, 14:00,83 mín, frá því í apríl fyrr á þessu ári.

Hér má sjá frétt af heimasíðu skólans.

Þetta er frábær árangur hjá Hlyni og óskar Frjálsíþróttasamband Íslands honum innilega til hamingju með árangurinn.