Hlynur Andrésson hefur lokið keppni á EM

Hlyn­ur Andrés­son hefur lokið keppni í 3.000 metra hlaupi á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í frjáls­íþróttum inn­an­húss sem fram fer í Glasgow í Skotlandi.

Hlyn­ur hafnaði í 13. sæti í sínum riðli og 23. sæti í heildina af þeim 33 keppendum sem luku keppni. Hlynur hljóp vel og hékk lengi í fremstu mönnum. Þeir hlupu hinsvegar of hratt fyrir Hlyn sem dróst aftur úr undir lokin og kom hann í mark á 8:06,97 mín­út­um. Íslands­met Hlyns í grein­inni er 7:59,11 mín­út­ur sem hann setti út í Noregi fyrir rúmri viku. Tólf efstu keppendur halda áfram í úrslit og hefur Hlynur því lokið keppni. Besta tímanum náði Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen sem hljóp á 7:51,29 mínútum og setti um leið Evrópumet 19 ára og yngri.

Haf­dís Sig­urðardótt­ir keppir svo á morgun í langstökki sem hefst klukkan 10:00.