Hlynur á nýju Íslandsmeti á HM

Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fór fram í Póllandi í morgun þar sem fjórir íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda.

Efstur af íslensku keppendunum var Hlynur Andrésson sem lenti í 52. sæti af þeim 122 keppendum sem hófu hlaupið. Hlynur kom í mark á tímanum 1:02:47 sem er nýtt Íslandsmet.* Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson sem hann setti árið 2015 og var það 1:04:55. Hlynur var að bæta sig töluvert en fyrir hafði hann hlaupið vegalengdina hraðast á 1:09:08.

Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur þegar hún kom í mark á tímanum 1:17:52 og varð í 82. sæti. Alls hófu 105 konur keppni í morgun og 101 kláruðu hlaupið. Með árangrinum var Andrea að færast upp í annað sæti íslenska afrekalistans en hún átti þriðja besta árangur íslenskrar konu fyrir. Aðeins Íslandsmethafinn, Martha Ernsdóttir, hefur því hlaupið vegalengdina hraðar en Andrea gerði í dag.

Einnig kepptu Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson í morgun. Elín Edda kom í mark í 101. sæti á tímanum 1:24:20 sem er um sex mínútum frá hennar besta árangri. Elín meiddist í hlaupinu en tókst samt sem áður að klára hlaupið og komast í mark. Arnar Pétursson þurfti því miður að hætta keppni vegna magaverks.

Hér má sjá heildarúrslit hlaupsins og hér fyrir neðan má sjá upptöku af hlaupinu.

*Háð hefðbundu samþykktarferli Íslandsmeta.