Hlaupaþjálfaranámskeið

Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum 8. og 9. júní 2019.

Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur íhlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi
hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari. Það er sannarlega fengur fyrir okkur að fá hann til landsins aftur.

Um námskeiðið:
Stefnt er að hafa tveggja daga námskeiði með öllu því besta úr þjálfaranáminu. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum innsýn í hlaupaþjálfun bæði bóklega ogverklega t.d þjálfunaraðferðir, upphitun, „tæknilega“ þjálfun, intervalþjálfun og uppsetningu þjálfunarplana.

Dagur 1 (laugardagur 8. júní)
Bóklegt: hlutverk hlaupaþjálfarans, upphitun (teorian og skipulag), hóp upphitunaæfingar, hvatningaraðferðir og áhrif (Motivation). Markmiðsetningar,
hlaupaleikir sem hluti af þjálfun. Hvað er góð hlaupatækni og hlaupastíll? Þjálfun fyrir mismunandi aldur og kyn.
Verklegt: Prófum mismunandi hlaupastíla, hlaupatæknikæfingar og maxpúls æfingar. Þátttakendur eru virkir í þátttöku.

Dagur 2 (sunnudagur 9. júní)
Bóklegt: Orkukerfi líkamans, hvað gerist í líkamanum við þjálfun. Skýringar á mismunandi áhrifum intervalþjálfunar, hugmyndir af útfærslum af æfingum,
þjálfun og skipulagningu með focus á grunnþjálfun, brekkuþjálfun, keppnisundirbúning, keppni, magn og tímasetningar þjálfunar mtt.
þjálfunartegundar í mismunandi fasa, Hvað má/hvað má ekki, næring fyrir iðkanda á mismunandi tímabili þjálfunar, endurheimt o.s.frv.
Verklegt: Hópvinna, búa til skipulag fyrir 16 vikna þjálfunarprógram fyrir mismunandi hópa.

Lengd: Tveir dagar skipt niður á 8 klst (kl 8.30-16.30), samtals 16 klst.

Tungumál: Námskeiðið fer fram á ensku.

Fjöldi og skráning:
Lágmarks skráning er 10 manns, og hámark 15 manns. Hægt að skrá sig á annan daginn eða báða dagana. Skráið ykkur því tímanlega fyrir 15. maí
næstkomandim, skráning hér.

Staður:
Námskeiðið verður haldið í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6, 104 Reykjavík, og verklegar æfingar fara fram í Laugardalnum.

Verð: 15.000 kr annan dagurinn, báðir dagarnir 30.000 kr. Innifalið er 2 x kaffihlé og 1⁄2 klst léttur hádegismatur á staðnum.

Athugið, nauðsynlegt er að greiða staðfestingargjald við skráningu, sem er 5.000 kr pr dag. (10.000 kr fyrir 2 daga)
Bankaupplýsingar FRÍ:
Kennitala FRÍ: 560169-6719
Bankaupplýsingar: 0111-26-105601

Send þarf kvittun á netfangið fri@fri.is og setja í skýringu „MAX hlaup“. Lokagreiðsla fyrir námskeiðið þarf að berast
fyrir 5. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir langhlaupanefnd FRÍ netfang langhlaupanefnd@fri.is, iris@fri.is og Tonie í síma 898 0698.

Einnig mun Max Boderskov bjóða upp á súrefnisupptökupróf fyrir hlaupara. Allir hlauparar sem hafa áhuga geta skráð sig. Prófin eru óháð hlaupaþjálfaranámskeiðinu. Nánari upplýsingar eru hér.