Hlaupaþjálfaranámskeið FRÍ

Hlaupaþjálfaranámskeið á vegum FRÍ fór fram helgina 10.-11. júní sl.

Daninn Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun, var leiðbeinandi námskeiðsins. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt. Þættir sem farið var yfir á námskeiðinu voru m.a. almenn þjálfun, æfingaplön, styrktarþjálfun, púlsþjálfun, hópæfingar, hvatningaraðferðir, meiðsl o.fl. Framkvæmd námskeiðsins gekk vonum framar og voru þátttakendur sammála um að vel hafi tekist til. Ummæli frá þátttakendum voru meðal annars þau að námskeiðið hafi verið fróðlegt og áhugavert. Hópurinn var mjög blandaður og með mismikla reynslu. Það mynduðust oft á tíðum skemmtilegar samræður þar sem menn höfðu mismunandi skoðanir.

Okkur býðst að fá Max aftur til landsins til að framkvæma svokallað VO2max test. Einnig kemur til greina að fá hann til að halda framhaldsnámskeið þar sem farið verður betur í þá hluti sem náðist ekki að fara nógu vel í t.d. styrktarþjálfun og æfingaplön.