Það er enn sumar og gnægt framboð af hlaupum til að taka þátt í enda glymja rásbyssur um allt land! Flestir hlauparar vilja geta treyst því að hlaup sé rétt mælt, brautin sé rétt lögð og framkvæmd sé upp á tíu, að árangur sé skráður og samanburðarhæfur.
Framundan eru þrjú hlaup sem vert er að huga að en það eru:
– Brúarhlaupið á Selfossi 06.08.22
– Reykjavíkurmaraþon 20.08.22
– Fossvogshlaup Hleðslu 25.08.22
Hlaupin eiga það öll sameiginlegt að hafa sóst eftir viðurkenningu Frjálsíþróttasambands Íslands á framkvæmd. Í viðurkenningunni felst að viðburðirnir hafa farið í gegnum umsóknarferli FRÍ, eru tekin út og vottuð af eftirlitsdómara FRÍ að loknu hlaupi og loks skráð í afrekaskrá FRÍ.
Við hvetjum hlaupara til að skrá sig til þátttöku í þessum flottum hlaupum sem framkvæmd eru í góðri samvinnu milli FRÍ og þessara háklassa hlaupahaldara sem sýna með þessu hve mikinn metnað þau hafa fyrir sínum hlaupum!
Upplýsingar um öll hlaup sem eru viðurkennd af FRÍ eru hér.