Hlaup eflir ekki bara líkamlega heilsu heldur stuðlar jafnframt að bættri andlegri líðan.
Hlaup eru tiltölulega einföld íþrótt í þeim skilningi að það þarf ekki mikið meira til en góða skó og vilja – tiltölulega ódýr líkamsrækt! Æfingar geta farið nánast hvar sem er fram hvort heldur á malbiki, malarstíg, túnum eða utan alfaraleiða.
Að hlaupa saman er hvers manns gaman og góður félagsskapur eflir andlega líðan. Á meðal aðildarfélaga FRÍ eru starfandi fjölmargir skokkhópar sem hittast reglulega með og án þjálfara, auk þess sem margir þeirra bjóða upp á sérstök nýliðanámskeið. Hvergi birtist fegurð fjölbreytileikans í íþróttunum skýrar en einmitt í almenningshlaupunum og í skokkhópum landsins!
Frjálsíþróttasamband Íslands hvetur landsmenn til þess að reima á sig skóna og gera hlaup hluta af sínum lífsstíl. Hér fyrir neðan eru æfingaáætlanir sem eiga erindi hvort heldur fyrir þá sem hafa engan grunn eða fyrir hlaupara sem hafa góðan grunn en vilja komast hraðar yfir.

Æfingaáætlanir
- Sjö vikna gönguþjálfun áður en farið er að hlaupa. Fyrir þá sem ekki hafa verið að hreyfa sig. Tilgangurinn er að venja líkamann við reglulega hreyfingu og koma í veg fyrir meiðsl þegar byrjað er að hlaupa.
- Sjö vikna grunnþjálfun í hlaupum. Fyrir þá sem hreyfa sig reglulega eða hafa lokið sjö vikna gönguþjálfun. Tilgangurinn er að venja líkamann við álagið sem fylgir hlaupum.
- Úr grunnþjálfun í 5km hlaup á sjö vikum. Fyrir þá sem stefna á að hlaupa 5 km á þess að stoppa.
- Úr 5 km upp í 10 km á sjö vikum. Fyrir þá sem stefna á að hlaupa 10 km án þess að stoppa.
- Átta vikna æfingaáætlun til að auka hraða. Fyrir þá sem geta hlaupið 10 km án þess að stoppa og vilja auka hraðan.
Hlaupahópar
Höfuðborgarsvæðið
Afturelding. Mosóskokk
Hvar og hvenær:
Mánudögum kl. 17:30 við íþróttamiðstöðina við Varmá, Lágafellslagu eða á öðrum stöðum.
Miðvikudögum kl. 17:30 við íþróttamiðstöðina við Varmá, Lágafellslagu eða á öðrum stöðum.
Laugardögum kl. 9:00 við íþróttamiðstöðina við Varmá, Lágafellslagu eða á öðrum stöðum.
Heimasíða: https://afturelding.is/frjalsar/hlaupahopur/ https://www.facebook.com/groups/381401035259035
Ármenningur. Hlaupahópur Ármanns
Hvar og hvenær:
Þriðjudögum kl. 17:15. Frjálsíþróttarhöllinni í Laugardag við inngang F.
Fimmtudögum kl. 17:15. Frjálsíþróttarhöllinni í Laugardag við inngang F.
Laugardögum kl. 9:00 (9:30 yfir háveturinn). Anddyri Laugardalslaugar á laugardögum.
Heimasíða: https://www.facebook.com/groups/HlaupahopurArmanns
FH. Hlaupahópur FH
Hvar og hvenær:
Þriðjudögum kl. 17:30 frá Kaplakrika.
Fimmtudögum kl. 17:30 frá Kaplakrika.
Laugardögum kl. 9. frá Kaplakrika.
Heimasíða: https://www.facebook.com/groups/hlaupahopurfh/
Fjölnir. Hlaupahópur Fjölnis.
Hvar og hvenær:
Mánudögum kl. 17:30 frá Egilshöll
Miðvikudögum kl. 17:30 frá Grafarvogslaug.
Laugardögum kl. 9. Tækin við Gullinbrú.
Heimasíða:
HHHC.
Hvar og hvenær:
Þriðjudögum kl. 07:00. Laugar – world class (inni)
Fimmtudögum kl. 07:00. Laugar – world class (inni)
Laugardögum kl. 07:00. Kringlan – world class (úti/inni)
Heimasíða:
Haukar. Skokkahópur Hauka.
Hvar og hvenær:
Mánudögum kl. 17:30. Hvaleyrarvatn á sumrin / Ásvellir á veturnar.
Miðvikudögum kl. 17:30 Ásvellir á sumrin. Á veturnar kl. 19:15 Kaplakriki (inni).
Laugardögum kl. 09:00. Ásvellir. Kl. 10:00 á veturnar.
Heimasíða:
ÍR. Hlaupahópur ÍR
Hvar og hvenær.
Mánudögum kl. 17:30. ÍR heimili Skógarseli.
Miðvikudögum kl. 17:30. ÍR heimili Skógarseli.
Heimasíða: https://www.facebook.com/groups/irskokk og https://ir.is/frjalsar/aefingahopar-2/
KR. KR – skokk
Hvar og hvenær:
Mánudagar 17:30 KR heimili
Miðvikudögum 18:45 frá Laugardalshöll, inni æfing kl. 19:30
Fimmtudögum kl. 17:30 KR heimili. (Án þjálfara)
Laugardögum: 9:30 Vesturbæjarlaug.
Heimasíða: https://www.facebook.com/groups/KR.SKOKK
Hlaupahópur Icelandair
Alla virka daga kl. 11:48 fyrir utan Reykjavík Natura Spa.
Heimasíða: Engin.
Laugaskokk
Hvar og hvenær:
Mánudagar 17:30 frá Laugum.
Miðvikudagar 17: 30 frá Laugum.
Laugardögum kl. 9:00 (9:30 á veturna) frá Laugum.
Heimasíða:
Stjarnan. Hlaupahópur Stjörnunnar
Hvar og hvenær:
Mánudagar kl. 18:30 í Ásgarði
Miðvikudögum kl. 17:50 í Miðgarði á styrktarsvæðinu inni.
Miðvikudögum kl. 19:10 í Kaplakrika á hlaupabrautinni inni.
Laugardögum kl. 09:30 í Ásgarði.
Heimasíða: Facebook Virkar Stjörnur 2022-2023
Víkingur – hlaupahópur Víkings
Hvar og hvenær
Mánudagar kl. 18:00 frá Víkinni í Fossvogi.
Miðvikudagar kl. 18:00 frá Víkinni í Fossvogi.
Laugardagar kl. 9:00 frá Víkinni í Fossvogi.
Heimasíða: https://www.facebook.com/groups/229098590519388
UMFN – 3N
Hvar og hvenær:
Þriðjudögum kl. 18:00 frá Vatnaveröld í Reykjanesbæ.
Fimmtudögum kl. 18:00 frá Vatnaveröld í Reykjanesbæ.
Laugardögum kl. 10 frá Vatnaveröld í Reykjanesbæ.
Vesturland
Borgarnes. Flandri.
Hvar og hvenær:
Mánudögum kl. 17:00
Fimmtudögum kl. 17:00
Laugardögum kl. 09:00
Heimasíða: Facebook hópur
Suðurland
Selfoss. Frískir Flóamenn
Þriðjudögum kl. 17:15 við Sundhöll Selfoss.
Fimmtudögum kl. 17:15 við Sundhöll Selfoss
Laugardögum kl. 9:10 Við sundhöll Selfoss.
Norðurland
UFA – Eyrarskokk.
Mánudögum kl. 17:15
Miðvikudögum kl. 17:15
Laugardögum kl: 9:00. (9:30 á veturnar).
Austurland
Hornafjörður. Hlaupahópur Hornafjarðar
Þriðjudaga kl. 17:00 við sundlaug/íþróttahús
Fimmtudögum kl. 17:00 við sundlaug/íþróttahús
Laugardögum kl. 9:00 við sundlaug/íþróttahús.