Hlaup holl hreyfing

Hlaup eflir ekki bara líkamlega heilsu heldur stuðlar jafnframt að bættri andlegri líðan.

Hlaup eru tiltölulega einföld íþrótt í þeim skilningi að það þarf ekki mikið meira til en góða skó og vilja – tiltölulega ódýr líkamsrækt! Æfingar geta farið nánast hvar sem er fram hvort heldur á malbiki, malarstíg, túnum eða utan alfaraleiða.

Að hlaupa saman er hvers manns gaman og góður félagsskapur eflir andlega líðan. Á meðal aðildarfélaga FRÍ eru starfandi fjölmargir skokkhópar sem hittast reglulega með og án þjálfara, auk þess sem margir þeirra bjóða upp á sérstök nýliðanámskeið. Hvergi birtist fegurð fjöl­breyti­leikans í ­í­þróttunum skýrar en ein­mitt í al­mennings­hlaupunum og í skokkhópum landsins!

Frjálsíþróttasamband Íslands hvetur landsmenn til þess að reima á sig skóna og gera hlaup hluta af sínum lífsstíl. Hér fyrir neðan eru æfingaáætlanir sem eiga erindi hvort heldur fyrir þá sem hafa engan grunn eða fyrir hlaupara sem hafa góðan grunn en vilja komast hraðar yfir.

Æfingaáætlanir

Nánari fyrirspurnir

Deila

Hlaup holl hreyfing

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit