Hilmar Örn kastar 72,12m í Búdapest og nálgast EM lágmark!

 

Það er óhætt að segja að FH ingurinn Hilmar Örn Jónsson sé í fljúgandi framför. Hann þeytti sleggjunni lengur en nokkru sinni fyrr í kvöld á Budapest open Championship í dag í Ungverjalandi.

Hilmar Örn varð annar í mótinu og kastaði hann lengst 72,12 m og bætti hann piltametið í flokki 20-22 ára um 60 sm. Þá hefur Hilmar bætt sig um tæpa 2 og hálfan metra á þessu ári.

Hann er að nálgast lágmark á Evrópumeistaramótið í Amsterdam, en lágmarkið er 73,50 m!

Þetta afrek Hilmars kemur honum í 18. sæti heimslistans U23 ára, en Hilmar er aðeins 20 ára gamall.

FRÍ Author