Hilmar Jónsson bætti sig verulega í úrslitum sleggjukastskeppninnar á EM 19 ára og yngri – setti nýtt Íslandsmet 71,85m og hafnaði í 6. sæti af 27 keppendum – Hilmar er aðeins 17 ár

Hilmar er í hópi allra efnilegustu kastíþróttamanna sem komið hafa  fram hér á landi um árabil og hann hefur náð að bæta árangur sinn í sleggjukasti jafnt og þétt á síðustu misserum og árum. Árangur hans á EM í Rieti á Ítalíu í dag lofar sannarlega góðu um framtíðina hjá honum og þjálfara hans Jóni Sigurjónssyni. Jón Sigurjónsson er faðir Hilmars og var einn fremsti sleggjukastari landsins um árabil. Tæknilega þykir Hilmar mjög fágaður kastari og öryggi hans í hringnum hefur vakið mikla athygli. Í dag var hann áberandi ekki stærsti og þyngsti sleggjukastarin keppninnar enda gjarnan mikill munur á líkamsbyggingu 17 og 19 ára drengja. Spennandi verður að fylgjast með Hilmari í framtíðinni.

FRÍ Author