Hilmar vann til gullverðlauna

Hilm­ar Örn Jóns­son úr FH vann til gull­verðlauna í sleggjukasti á Atlantic Co­ast Con­f­erence mót­inu sem fram fór í Atlanta í Banda­ríkj­un­um um helg­ina. Hilm­ar Örn, sem keppir fyrir háskólann í Virginíu, tryggði sér sigurinn strax í fyrsta kasti með kasti uppá 69,02 metra. Er þetta annað árið í röð sem Hilm­ar Örn ber sig­ur úr být­um á þessu sterka móti, sem er svæðismót margra mjög sterkra há­skóla í Banda­ríkj­un­um. Skólalið Hilm­ars hafnaði í öðru sæti í heild­arstiga­keppni móts­ins, aðeins stigi á eft­ir sig­ur­veg­ar­an­um sem kom úr Virg­inia Tech-skól­an­um. Hilmar er í feiknarlega góðu formi og verður því mjög spennandi að fylgjast með honum í sumar!

Hér fyrir neðan má sjá myndband af kasti Hilmars.