Sleggjukastarinn frækni Hilmar Örn Jónsson virðist koma ágætlega undan vetri í Virginíu. Hilmar Örn keppti í gær á Texas Relays mótinu í Texas. Hilmar kastaði 7,26kg sleggjunni 70,30m í fjórða kasti. Þrír kastarar köstuðu lengra en Hilmar. Þeirra lengst kastaði Alexander Young frá SE Lousianna háskóla en hann kastaði 71,77m, styttra en tæplega ársgamalt Íslandsmet Hilmars Arnar, 72,12m.
Hilmar Örn opnaði tímabil sitt í fyrra á Florida Relays með 70,05m kasti og er því óhætt að segja að hann sé til alls líklegur næstu vikur og mánuði.
Hilmar að ofan, annar frá hægri ásamt (Mynd af Facebook síðu Stefáns Þór Stefánssonar)
Stefán Þór Stefánsson formaður skráningarnefndar FRÍ fylgdist með Hilmari í gær og er að neðan annar frá vinstri.
Heildar úrslit mótsins má sjá á vefnum hér, en úrslit fyrir fyrstu sex kastarana má sjá að neðan
Röð | Íþróttamaður | Úrslit | 1. | 2. | 3. | 4. | 5. | 6. |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Alexander Young
SE Louisiana [SR]
|
71.77 | 68.68 | 71.77 | 69.92 | F | F | F |
2 | Denzel Comenentia
Georgia [SO]
|
71.22 | 71.22 | 70.64 | F | 68.85 | 69.26 | F |
3 | Alex Poursanidis
Georgia [SR]
|
71.20 | 69.90 | 69.33 | 71.20 | 70.09 | F | F |
4 | Hilmar Orn Jonsson
Virginia [SO]
|
70.30 | F | 68.41 | 69.47 | 70.30 | F | 70.19 |
5 | Adam Keenan
Northern Arizona [SR]
|
68.77 | 68.72 | F | 68.77 | F | 68.45 | 67.97 |
6 | Johnnie Jackson
LSU [SR]
|
67.91 | 67.91 | F | F | F | 66.98 | F |