Hilmar Örn og Hlynur á NCAA meistaramótinu í gær

Hilmar Örn lauk keppni á Meistaramóti NCAA 2018 í 11. sæti á landsvísu. Hann var einn af 24 fremstu sleggjukastara í háskólum USA sem koma víða að úr heiminum en þeir höfðu raðast úr mörgum hundruðum kastara til að keppa á lokamótinu. Hilmar náði því miður einungis einu kasti gildu af þremur upp á 69,94 m en með feti lengra kasti hefði hann komist í úrslit eftstu manna.

Hlynur Andrésson háði keppni í 3000 m hindrunarhlaupi á sama móti en skilaði sér því miður ekki í mark. Hlynur tryggði sér keppnisrétt á þessu móti þegar hann náði 4. sæti á nýju Íslandsmeti á austur-úrtökumótinu fyrir NCAA meistaramótið.

Frjálsíþróttasambandið óskar þeim til hamingju með árangurinn.

Úrslit mótsins má sjá hér

ajdehelp Author