Hilmar Örn kominn í úrslit á EM U23

Keppni á Evrópumeistaramóti 20-22 ára hófst í morgun.

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson FH keppti í undanúrslitum í morgun á Evrópumeistaramóti 20-22 ára. Kastaði hann 68,09 m í fyrsta kasti og fór beint áfram í úrslit en kasta þurfti 67,50 metra til að komast í úrslitakeppnina. Hann endaði í 4. sæti í undanúrslitahópi A en fimm fyrstu komust beint áfram í úrslitin. Úrslitin fara fram á morgun og hefjast þau kl. 15:42 á íslenskum tíma. Virkilega vel gert hjá Hilmari og verður mjög spennandi að fylgjast með honum í úrslitunum á morgun!

Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti í undanriðlum í 100 m hlaupi nú rétt í þessu. Var hann í 4. riðli í hlaupinu og endaði í 6. sæti af 7 hlaupurum í sínum riðli. Hann hljóp á tímanum 10,73 sek (+1,0 m/s) og var í 30. sæti af 41 hlaupurum í heildina. Kolbeinn er á meðal keppenda í undanriðlum í 200 m hlaupi sem fer fram seinnipartinn á morgun.

Hér má sjá úrslit frá mótinu.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.

Hér er hægt að horfa á mótið live.