Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum hófst í dag og voru þau Guðni Valur, Erna Sóley og Daníel Ingi meðal keppenda á fyrsta keppnisdegi. Guðni kastaði 59,15 m. og hafnaði í 24 sæti í heildina. Hægt er að lesa nánar um það hér. Erna kastaði 16,26 m. og hafnaði í 19. sæti í heildina. Hægt er að lesa nánar um það hér. Daníel stökk 7,92 m. og hafnaði í fjórtánda sæti í heildina, aðeins 3 cm. frá úrslitum. Hægt að lesa nánar um það hér.
Á morgun eigum við einn keppenda, hann Hilmar Örn Jónsson (FH). Hann keppir í undankeppni í sleggjukasti kl. 8:05 á íslenskum tíma og er í kasthópi A. Alls eru fimmtán keppendur í hans kasthópi og þarf hann að kasta 77,00 m. til að komast beint áfram í úrslitakeppnina eða vera meðal tólf efstu. Úrslitin eru sunnudaginn 9. júní kl. 18:10.
Íslandsmet Hilmars er 77,10 m. en hann er búinn að kasta lengst 75,79 m. í ár.
Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst útsending kl. 8:05 á morgun.
Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit á mótinu.
Hægt er að lesa meira um íslensku keppendurna hér.