Hilmar Örn Jónsson sigraði á ACC meistaramótinu

Hilmar Örn Jónsson sigraði í sleggjukasti gær 10 maí á ACC svæðismeistarmótinu.

Hilmar sem keppir fyrir Virginia háskólann kastaði 71,60m í þriðju umferð sem einnig er hans ársbesta.  Kevin Arreaga frá Miami háskólanum varð annar með 68,90m þannig að sigur Hilmars var öruggur.

Þetta er í þriðja skiptið sem Hilmar sigrar á þessu móti og framundan eru skemmtileg mót og lágmarkið fyrir Evrópumeistaramótið í Berlín nálgast.

Til hamingju Hilmar!

 

Úrslitin; http://flashresults.com/2018_Meets/Outdoor/05-10_ACC/039-1.pdf