Hilmar Örn í 7. sæti á EM U23!

Hilmar Örn Jónsson FH keppti í úrslitum í sleggjukasti karla á Evrópumeistaramóti 20-22 ára. Hann stóð sig frábærlega, kastaði lengst 69,96 m og hafnaði í 7. sæti. Keppni var gríðarlega jöfn og til gamans má geta að hann hefði aðeins þurft að kasta 65 cm lengra til þess ná í bronsverðlaun. Virkilega vel gert hjá Hilmari Erni.

Við óskum Hilmari innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur!