Hilmar og Erna frjálsíþróttafólk ársins

Penni

2

min lestur

Deila

Hilmar og Erna frjálsíþróttafólk ársins

Myndir

Á föstudaginn fór fram Uppskeruhátíð FRÍ í Laugardalshöll þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árið 2022 og farið yfir árið í máli og myndum.

Stærstu verðlaunin voru val á frjálsíþróttafólki ársins þar sem kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttakarl ársins.

Erna átti frábært ár, setti Íslandsmet utanhúss þar sem hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Hún varð Norðurlandameistari U23 og svæðismeistari innan-og utanhúss í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Hún keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar hún tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í Munchen.

Hilmar átti einnig stórt og viðburðaríkt ár. Hann vinnur sterkt mót í Halle í Þýskalandi. Hann keppti á HM sem fór fram í Eugene, Oregon og kastar sig inn í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Munchen með annað lengsta kastið sitt á ferlinum. Hann endar efstur Íslendinga á stigalista alþjóðasambandsins eftir tímabilið.

Önnur verðlaun:

Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA

Guðni Valur Guðnason – 1157 stig fyrir 65,27m í kringlukasti

Besta spretthlaupsafrek (Jónsbikar)

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – náði stigahæsta afreki í spretthlaupi; 24,05sek í 200m innanhúss.

Stökkvari ársins kvenna

Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki.

Stökkvari ársins karla

Kristján Viggó Sigfinnson – Stökk 2,20m innanhúss og var annar á Heimsafrekaskrá U20 innanhúss 2022

Millivegalengdahlaupari ársins kvenna

Aníta Hinriksdóttir 2:05,20m í 800m innanhúss sem er stigahæsta afrek konu 2022.

Millivegalengdahlaupari ársins karla

Baldvin Þór Magnússon – Frábært tímabil í Bandaríkjunum. Hann komst í úrslit á HM innanhúss í 3000m.

Fjölþrautarkona ársins

María Rún Gunnlaugsdóttir – Besta árangur kvenna í þraut.

Fjölþrautarkarl ársins

Dagur Fannar Einarsson – Besti árangur karla í þraut.

Óvæntasta afrekið

Daníel Ingi Egilsson – Stekkur 15,31m í þrístökki á NM U23 sem er besti árangur Íslendings í 60 ár.

Þjálfari ársins

Pétur Guðmundsson – Þjálfari Guðna Vals og Ernu Sóleyjar.

Besta afrek 30 ára og eldri karla

Jón Bjarni Bragason – Fékk silfur í kastþraut á HM masters í Tampere

Besta afrek 30 ára og eldri kvenna

Jóna Dóra Óskarsdóttir – Komst í úrslit í 800m hlaupi á HM masters í Tampere

Piltur ársins 19 ára og yngri

Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson – Hann keppti á EM U18 í þrístökki þar sem hann bætti sinn persónulega árangur. Hann sýnir grósku hugafar ásmt því að ná góðum árangri.

Stúlka ársins 19 ára og yngri

Ísold Sævarsdóttir – Hún hefur náð glæsilegum árangri í mörgum greinum og varð í fjórða sæti á EYOF í sjöþraut.

Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara

Bergur Ingi Pétursson – Tekur að sér þjálfun á íþróttamönnum óháð hvaða félagi þau eru í.

Óvæntasta afrek 19 ára og yngri

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson – Átti frábært tímabil og náði glæsilegum tíma í 800 metra hlaupi fyrir 15 ára pilt.

Götuhlaupari ársins og langhlaupari ársins karla

Hlynur Andrésson – Sigur í hálfmaraþoni í Reykjarvíkurmaraþoninu í mjög krefjandi aðstæðum og besti árangur í 10km götuhlaupi frá upphafi í Valencia.

Götuhlauparar ársins kvenna

Sigþóra Brynjarsdóttir – Náði fjórða besta tíma frá upphafi í hálfmaraþoni kvenna í Kaupmannahöfn og varð fyrst íslenskra kvenna í 10km hlaup kvenna í Reykjavíkurmaraþoni. Íslandsmeistari í hálfmaraþoni kvenna 2022.

Utanvegahlaupari ársins karla

Arnar Péturson – Sigur í Laugarvegshlaupinu og annar besti tími frá upphafi í hlaupinu.

Utanvegahlaupari ársins og langhlaupari ársins

Andrea Kolbeinsdóttir – Besti tími sögunar hjá konum í Laugavegshlaupinu og brautarmet kvenna, jafnframt eina konan sem hefur hlaupið undir fimm tíma. Íslandsmeistari í maraþoni kvenna 2022. Frábær árangur á HM í utanvegahlaupum.

Nefnd ársins

Langhlaupanefnd

Hópur ársins

EM Munchen

Frjálsíþróttakraftur ársins

Landslið í utanvegahlaupum og fararstjóri þeirra

Viðburður ársins

Selfoss Classic

Penni

2

min lestur

Deila

Hilmar og Erna frjálsíþróttafólk ársins

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit