Hilmar keppir á sterku móti í Nairobi

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hilmar keppir á sterku móti í Nairobi

Hilmar Örn Jónsson (FH) keppir í sleggjukasti á Kip Keino Classic í Nairobi í Kenía. Þetta er fjórða mótið í Continental Tour Gold mótaröðinni og er margt af fremsta frjálsíþróttafólki heims skráð til leiks. Hilmar átti glæsilegt tímabil á síðasta ári. Hann keppti á bæði Heimsmeistaramótinu í Oregon og komst í úrslit á EM í Munchen þar sem hann kastaði annað lengsta kastið sitt á ferlinum, 76,33 metrar.

Keppni hefst klukkan 13:26 að íslenskum tíma. Mótið verður sýnt í beinni á Viaplay frá klukkan 13:00. Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma (hlekkur kemur síðar).

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hilmar keppir á sterku móti í Nairobi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit