Hilmar Örn Jónsson (FH) keppti í kvöld í undankeppni í sleggjukasti karla á HM sem fer fram í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum þessa dagana. Hann kastaði lengst 72,72 metra sem kom í annari tilraun og skilaði honum 12. sæti í sínum kasthóp. Hann kastaði 72,36 í fyrstu tilraun og kastaði langt í síðasta kasti en það var því miður ógilt. Hilmar hefði þurft að kasta 74,67 metra til þess að komast úrslit.