Hilmar Örn Jónsson hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Hilmar gerði öll þrjú köstin sín ógild. Fyrstu tvö fóru í netið og síðasta út fyrir geira.
„Ég er svekktur, þreyttur á þessu og pirraður. Ég fer yfir þetta með þjálfara og öðrum góðum hvað á að gera, hvað ég get gert betur og hvað ég geri næst. Ég tek vonandi sem minnst með mér úr þessu,“ sagði Hilmar eftir keppni.
Hilmar hefði þurft að vera við Íslandsmet sitt, 77,10m til þess að vera öruggur inn í úrslitin. Það þurfti að kasta 77,00m eða lengra til að tryggja sér sæti í úrslitum annars eru það þeir tólf kastarar sem kasta lengst sem fara áfram.
Heildarúrslit kasthópsins má finna hér.
Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti seinnipartinn í dag klukkan 17:09 að íslenskum tíma og verður keppnin sýnd í beinni á RÚV 2.