Íslandsmethafinn í sleggjukasti, Hilmar Örn Jónsson, er þessa dagana á keppnisferðarlagi um Norðurlöndin. Hann keppti í gær á Boysen Memorial mótinu í Noregi.
Hilmar Örn kastaði 72,83 metra og varð í öðru sæti. Lengsta kast hans kom í annarri tilraun en síðustu þrjú voru ógild. Sigurvegarinn var Eivind Prestegård Henriksen og er norskur. Hann kastaði 74,21 metra.
Hilmar ferðast svo til Finnlands þar sem hann mun keppa á nokkrum mótum í næstu viku.
Hér má sjá öll úrslit mótsins í gær.
