Hera Christensen (FH) keppti í kringlukasti í gær í flokki U23 og tryggði sér sjötta sætið á mótinu. Hún bætti aldursflokkametið í flokki 18-19 ára stúlkna í tvígang með því að kasta kringlunni fyrst 50,81 m. og svo 51,38 m. Thelma Lind Kristjánsdóttir (ÍR) átti fyrra metið sem var 50,4 m.
Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) keppti í spjótkasti í dag. Hann varð fjórði í kasthópi B og í 11. sæti í heildina með kast upp á 75,62 m.
Guðni Valur Guðnason (ÍR) keppti í kringlukasti í gær. Hann varð fimmti í kasthópi A og í heildina með kast upp á 60,82 m.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppti í kúluvarpi í gær. Hún hafnaði í áttunda sæti bæði í kasthópi A og í heildina. Hún kastaði lengst 16,74 m.
Hilmar Örn Jónsson (FH) keppti í sleggjukasti í gær. Hann varð 12. í kasthópi A og í 19. sæti í heildina. Hann kastaði lengst 69,22 m.
Úrslit mótsins má finna hér.